Tónfrćđi

TónfrćđiTónfrćđi er veigamikill hluti af tónlistarnámi og ađalnámskrá tónlistarskóla gerir ţá kröfu ađ nemendur stundi tónfrćđinám samhliđa hljóđfćranámi sínu. Mikilvćgt er ađ hún sé kennd strax frá byrjun tónlistarnáms, en í upphafi gera nemendur sér oft ekki einu sinni grein fyrir ţví ađ ţeir séu ađ lćra tónfrćđi! Ţađ ađ ţekkja nótnanöfnin, lengdargildin, ţagnirnar, endurtekningarmerkin, sterkt og veikt, hrađatákn og merki og ýmis orđ fyrir hrađa er alltsaman tónfrćđi. Tónfrćđin er lykill ađ ţví ađ skilja hvernig tónlist er uppbyggđ, ađ skilja ađra tónlistarmenn ţegar ţeir tala um tónlist og ađ geta tjáđ sig um og međ tónlist á fjölbreyttan hátt. 

Í Tónlistarskólanum á Egilsstöđum lćra nemendur tónfrćđi sem hluta af hljóđfćranáminu á međan ţeir eru yngri en 9 ára. Nemendur í 4. bekk og eldri sem komnir eru áleiđis ađ fyrsta stigi í hljóđfćraleik sćkja sérstaka tónfrćđitíma og fara ţeir fram eftir skóla. Nemendur í grunnnámi sćkja tíma eina klukkustund í viku í ţrjú ár. Ţá er er um samţćtta tíma ađ rćđa ţar sem áhersla er á ţrjú mismunandi sviđ: tónfrćđileg ţekkingaratriđi, tónheyrn og hlustun og greiningu. Nemendur í miđnámi sćkja tíma tvćr klukkustundir í viku í tvö ár, annars vegar í tónfrćđilegum ţekkingaratriđum og hlustun og greiningu og hins vegar í tónheyrn. Nemendur í framhaldsnámi ljúka fjórum áföngum í hljómfrćđi, tónheyrn og tónlistarsögu auk eins áfanga í valgrein til ţess klára framhaldspróf á sitt hljóđfćri. Fullorđnum nemendum gefst kostur á ađ stunda sjálfsnám í tónfrćđi upp ađ vissu marki, undir leiđsögn kennara, en ćtlast er til ţess ađ ţeir uppfylli sömu kröfur og yngri nemendur varđandi tónfrćđi.

Áfangapróf á hljóđfćri eru ekki fullgild án ţess ađ nemandi hafi lokiđ ţeirri tónfrćđi sem tilheyrir viđkomandi stigi. Nemendur sem sinna ekki tónfrćđinni sem skyldi geta ţví t.d. lent í ađ fá ekki ađ taka áfangapróf á hljóđfćri eđa ađ fá ekki einingar úr tónlistarskólanum metnar í framhaldsskóla. Árangur ţeirra í tónlistarnáminu ađ öđru leyti verđur einnig lakari, enda skortir ţá töluverđan skilning á uppbyggingu og tungumáli tónlistarinnar. Ţađ er ţví mikilvćgt ađ mćta vel í tónfrćđitíma og taka námiđ alvarlega!

Hér má sjá yfirlit yfir tónfrćđinámiđ í grunn- og miđnámi međ hlekkjum á námskrár:

Grunnnám

Tónfrćđi G1

Tónfrćđi G2

Tónfrćđi G3

Miđnám

Tónfrćđi M1

Tónheyrn M1

Tónfrćđi M2

Tónheyrn M2

Svćđi

Tónlistarskólinn á Egilsstöđum

Tjarnarlönd 11, 700 Egilsstađir / Sími: 470 0645 / Netfang: tonlistarskoli@egilsstadir.is
Skólastjóri: Sóley Ţrastardóttir (soley@egilsstadir.is)