SAXÓFÓNN

Saxófónn er blásturshljóđfćri sem tilheyrir tréblástursfjölskyldunni. Saxófónn er reyndar búinn til úr málmi, en vegna ţess ađ tónmyndun saxófóns er mjög lík tónmyndun klarínettunnar fćr hann ađ vera međ tréblásturshljóđfćrunum. Saxófónninn er mjög ungt hljóđfćri í tónlistarsögunni. Hann varđ ekki til fyrr en áriđ 1840, en ţá langađi hljóđfćrasmiđinn Adolphe Sax ađ búa til hljóđfćri sem gćti fyllt í tónrýmiđ á milli tréblásturs- og málmblásturshljóđfćra í lúđrasveitum.

Í saxófónfjölskyldunni eru fjórir saxófónar, sópransaxófónn, altsaxófónn, tenórsaxófónn og barítónsaxófónn. Til eru ađrar gerđir saxófóna, en ţćr eru sjaldgćfar.

Saxófónninn er algengt hljóđfćri í lúđrasveitum og djasshljómsveitum. Ţađ eru einnig til nokkur verk fyrir sinfóníuhljómsveit ţar sem saxófónninn fćr ađ njóta sín.

Algengast er ađ nemendur hefji saxófónnám á aldrinum 8-10 ára. Tónlistarskólinn leigir út hljóđfćri til nemenda sinna fyrstu árin en yfirleitt er gert ráđ fyrir ađ nemendur eignist eigiđ hljóđfćri ţegar ţeir eru komnir nokkuđ áleiđis í námi sínu. Mikilvćgt er ađ ráđfćra sig viđ kennara ţegar kemur ađ hljóđfćrakaupum.

Saxófónnámiđ skiptist í einkatíma og hljómsveitarćfingar međ Skólahljómsveit Fljótsdalshérađs, en ađ auki fá nemendur tćkifćri til ađ spila í minni samspilshópum. Kennt er eftir ađalnámskrá tónlistarskóla og saxófónnemendur byrja ađ sćkja tónfrćđitíma ţegar kennarar telja ţađ tímabćrt.

Hér fyrir neđan má sjá nokkur skemmtileg saxófóntóndćmi:

Saxófónsóló í Myndir á sýningu eftir Mussorgsky.

Svona getur gerst ţegar tveir saxófónleikarar hittast í neđanjarđarlest.

Haukur Gröndal spilar djass.

Hómer Simpson tekur epískt saxófónsóló í Simpson-ţáttunum.

Eitt frćgasta saxófónsóló poppsögunnar.

Svćđi

Tónlistarskólinn á Egilsstöđum

Tjarnarlönd 11, 700 Egilsstađir / Sími: 470 0645 / Netfang: tonlistarskoli@egilsstadir.is
Skólastjóri: Sóley Ţrastardóttir (soley@egilsstadir.is)