Masterklass í fiđluleik í Tónlistarskólanum á Egilsstöđum

Föstudaginn 13. febrúar og laugardaginn 14. febrúar fékk Tónlistarskólinn á Egilsstöđum til sín góđan gest en ţađ er fiđluleikarinn Hlíf Sigurjónsdóttir. Hún hélt masterklass međ nemendum og kennurum á föstudeginum og kenndi ţá nemendum í hóp ţar sem ţeir spiluđu fyrir hvern annan og Hlíf sagđi ţeim til ásamt ţví ađ koma međ góđ ráđ varđandi fiđluleik, en ţađ er ótrúlegt ađ hve mörgu ţarf ađ hyggja ţegar leikiđ er á fiđlu (eins og önnur hljóđfćri reyndar líka). Ţađ skiptir máli hvernig hljóđfćraleikarinn stendur, hvernig hann heldur á hljóđfćrinu og boganum, hvernig hann andar og hvernig hann hreyfir sig ţegar leikiđ er og margt, margt fleira.

Á laugardeginum tók Hlíf nemendur í einkatíma og leiđbeindi ađ lokum nemendum á hljómsveitarćfingu.

"Hlíf Sigurjónsdóttir fćdd í Kaupmannahöfn en ólst upp í Reykjavík. Hún kom fyrst opinberlega fram 11 ára gömul er hún lék einleik međ Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún nam fiđluleik hjá Birni Ólafssyni konsertmeistara viđ Tónlistarskólann í Reykjavík og fór síđar til framhaldsnáms viđ Háskólana í Indiana og Toronto og Listaskólann í Banff og nam einnig hjá Gerald Beal fiđluleikara í New York borg.

Hlíf hefur haldiđ fjölda einleikstónleika og leikiđ međ sinfóníuhljómsveitum og kammersveitum víđa um Evrópu, í Bandaríkjunum og Kanada. Hún hefur frumflutt mörg tónverk sem samin hafa veriđ sérstaklega fyrir hana.

Hlíf hefur leikiđ inn á upptökur fyrir útvarp og sjónvarp og nokkra geisladiska viđ frábćran orđstír. Tónlistargagnrýnandi Morgunblađsins gaf geisladisknum 44 Dúó međ verkum eftir Béla Bartók fimm stjörnur međ orđunum „Ţjóđleg innlifun á heimsmćlikvarđa“. Í ágúst 2008 kom út tvöfaldur geisladiskur međ leik hennar á öllum ţremur sónötum og ţremur partítum eftir Johann Sebastian Bach." (tekiđ af heimasíđu Hlífar, www.hlifsigurjons.is)

Nemendur stóđu sig međ prýđi og voru mjög ánćgđir međ námskeiđiđ. Ţađ er alltaf gaman ađ fá til sín góđa gesti bćđi fyrir nemendur og kennara ţví ađ allir geta jú bćtt viđ sig ţekkingu og kunnáttu, svo lćrir sem lifir.


Svćđi

Tónlistarskólinn á Egilsstöđum

Tjarnarlönd 11, 700 Egilsstađir / Sími: 470 0570 / Netfang: tonlistarskoli.egilsstadir@mulathing.is
Skólastjóri: Sóley Ţrastardóttir (soley.thrastardottir@mulathing.is)