Nemendur í hópkennslu á gítar sækja vikulega tíma í hálfa klukkustund til gítarkennara í litlum hópum og læra grundvallaratriðin í gítarleik ásamt því að þjálfast í samleik og að læra góða sviðsframkomu. Þessi kennsla er góður undirbúningur fyrir einkakennslu á gítar, hvort sem er rytmískt eða klassískt nám.