Stjórnendur

Stjórnendur Tónlistarskólans eru tveir, Sóley Þrastardóttir (skólastjóri) og Berglind Halldórsdóttir (aðstoðarskólastjóri).

Skólastjóri Tónlistarskólans ber faglega og rekstrarlega ábyrgð á skólanum og gætir þess að skólinn starfi samkvæmt lögum og aðalnámskrá tónlistarskóla. Hann annast fjárheimildir, stjórnar verkefnum, sinnir stefnumótun og skipuleggur skólastarf ásamt því að annast samskipti skólans út á við. Hann sér um mannauðsmál og nemendamál og veitir upplýsingar um skólastarfið.

Aðstoðarskólastjóri er staðgengill skólastjóra þegar þörf krefur. Hann sér um samskipti skólans við grunnskóla og leikskóla varðandi sameiginleg verkefni skólanna, skipuleggur og hefur umsjón með forskólakennslu og aðstoðar skólastjóra við verkefnastjórnun og skipulag skólastarfs. Einnig leysir hann úr tilfallandi nemendamálum auk þess að veita foreldrum og nemendum upplýsingar um skólastarfið.

Svæði

Tónlistarskólinn á Egilsstöðum

Tjarnarlönd 11, 700 Egilsstaðir / Sími: 470 0570 / Netfang: tonlistarskoli.egilsstadir@mulathing.is
Skólastjóri: Sóley Þrastardóttir (soley.thrastardottir@mulathing.is)