Blokkflauta

Blokkflautan er oft ţađ hljóđfćri sem ungir tónlistarnemendur kynnast fyrst og ţá oft í forskóla. Blokkflautur eru tiltölulega ódýr hljóđfćri og međfćrileg sem gerir ţćr vel til ţess fallnar ađ kenna byrjendum og ţá jafnvel í hóp. En blokkflautan er alls ekki bara byrjendahljóđfćri. Hún á sér langa og merkilega sögu og fyrir hana hefur veriđ samiđ mjög mikiđ af frábćrri tónlist. Til ţess ađ spila á blokkflautu blćs blokkflautuleikarinn í munnstykkiđ efst á flautunni og lokar samtímis götunum á flautunni međ fingrunum. Ef mörgum götum er lokađ koma djúpir tónar en ef fáum götum (ţeim sem eru efst á flautunni) er lokađ koma háir tónar.

Blokkflautur eru til í ýmsum stćrđum og gerđum en sópran blokkflauta er algengust. Ţađ er "ţessi venjulega" sem oftast er byrjađ ađ lćra á. Ađrir međlimir blokkflautufjölskyldunnar eru sópranínó-, alt-, tenór- og bassablokkflautur. Bestu blokkflauturnar eru úr tré, enda er blokkflautan tréblásturshljóđfćri, og geta ţćr veriđ mjög dýrar. Einnig er hćgt ađ fá fínar blokkflautur úr plasti fyrir byrjendur. Mikilvćgt er ađ ráđfćra sig viđ kennara ţegar kemur ađ hljóđfćrakaupum.

Algengt er ađ nemendur hefji nám á sópranblokkflautu 6–7 ára gamlir og býđur tónlistarskólinn upp á blokkflautuforskóla fyrir nemendur í fyrsta bekk. 8–9 ára börn eru síđan tilbún ađ hefja blokkflautunám. Ţegar líđur á námiđ skipta nemendur yfir á altblokkflautu. Talsvert er til af kennsluefni og tónlist fyrir sópranblokkflautu en megniđ af tónbókmenntum blokkflautunnar er fyrir altblokkflautu og ţví nauđsynlegt ađ nemendur hafi hana sem ađalhljóđfćri ţegar líđur á námiđ. Mikilvćgt er ađ nemendur kynnist öđrum blokkflautum eftir ţví sem ađstćđur og líkamsţroski leyfir.

Blokkflautunámiđ fer fram í einkatímum en nemendur fá einnig tćkifćri til ţess ađ taka ţátt í samspili. Kennt er eftir ađalnámskrá tónlistarskóla og blokkflautunemendur byrja ađ sćkja tónfrćđitíma ţegar kennarar telja ţađ tímabćrt.

Hér eru nokkur skemmtileg tóndćmi:

Hér má heyra hiđ stórskemmtilega ţjóđlagadúó PerKelt.

Hér leikur Charlotte Barbour-Condini blokkflautukonsert Vivaldi's í c-moll. 

Hér er Bítlalagiđ Yesterday leikiđ sem blokkflautukvartett međ einum blokkflautuleikara.

Hér leikur Flanders blokkflautukvartettinn fúgu í D-dúr eftir Johann Sebastian Bach.

Hér má sjá stóran hóp af blokkflautuleikurum spila á blokkflautur í mjög mismunandi stćrđum.

Svćđi

Tónlistarskólinn á Egilsstöđum

Tjarnarlönd 11, 700 Egilsstađir / Sími: 470 0570 / Netfang: tonlistarskoli.egilsstadir@mulathing.is
Skólastjóri: Sóley Ţrastardóttir (soley.thrastardottir@mulathing.is)