Píanó

Píanóið er aðeins rúmlega tveggja alda gamalt, en tilurð þess byggir á nokkurra alda þróun ýmissa annarra hljómborðshljóðfæra. Hér á landi voru píanó fágæt framan af en frá aldamótunum 1900 hefur píanóeign landsmanna aukist jafnt og þétt. Nú til dags skipta píanó hérlendis þúsundum.

Píanó eru úr tréi og inni í þeim eru strengir og hamrar. Píanóleikari spilar með því að ýta á nótur á hljómborðinu og þá slá hamrar á strengina til að mynda tóninn. Píanó er fjöhæft hljóðfæri og mikið notað í nær öllum tegundum tónlistar, bæði sem meðleiks- og einleikshljóðfæri. Til eru tvær megingerðir af píanóum, flygill (sem sést á myndinni að ofan) og upprétt píanó (sem sést hér til hægri).

Vinsældir píanónáms eru miklar og sækist fólk á öllum aldri eftir að nema píanóleik. Nemendur geta í sumum tilfellum byrjað að stunda píanónám í tónlistarskólanum allt niður í 6 ára, en flestir hefja nám síðar, t.d. að loknum forskóla.

Nauðsynlegt er að nemendur hafi aðgang að píanói til æfinga heima fyrir ásamt píanóstól við hæfi. Þá er miklvægt að hljóðfærið sé vel stillt og staðsett þar sem nemandi getur haft gott næði til æfinga. Fótskemill er æskilegur fyrir yngstu nemendurna. Rafmagnspíanó geta verið góður og ódýr kostur fyrir nemendur sem eru að hefja nám, en mikilvægt er að lengra komnir nemendur geti æft sig á hefðbundið píanó. Mikilvægt er að ráðfæra sig við kennara þegar kemur að hljóðfærakaupum.

Píanónámið fer fram í einkatímum, en að auki fá nemendur ýmis tækifæri til samspils. Kennt er eftir aðalnámsskrá tónlistarskóla og píanónemendur byrja að sækja tónfræðitíma þegar kennarar telja það tímabært.

Hér má sjá nokkur skemmtileg tóndæmi:

Tunglskinssónatan -eitt frægasta píanóverk allra tíma-hér sést líka vel hvernig hljóðfærið virkar!

Þeir sem eru duglegir að æfa sig geta lært að spila mjög hratt!

En píanótónlist getur líka verið mjög afslappandi.

Eitt fyrir Pokémon áhugamenn.

Hér eru kisusystkini að syngja og spila saman.

 

 

 

 

Svæði

Tónlistarskólinn á Egilsstöðum

Tjarnarlönd 11, 700 Egilsstaðir / Sími: 470 0570 / Netfang: tonlistarskoli.egilsstadir@mulathing.is
Skólastjóri: Sóley Þrastardóttir (soley.thrastardottir@mulathing.is)