Orgel

Fá hljóđfćri eiga sér lengri sögu en orgeliđ og nćr forsaga ţess langt aftur fyrir Krists burđ. Upphaflega voru hljóđfćrin lítil og međfćrileg, notuđ viđ ýmsar ađstćđur. Á síđari öldum varđ ţróunin í ţá átt ađ orgelin stćkkuđu og tengdust kirkju og trúarlegri tónlist sterkum böndum. Engu ađ síđur hefur töluvert veriđ samiđ af veraldlegri tónlist fyrir orgel, ţ.m.t. einleiksverk, konsertar og kammertónlist.

Orgel eru afar mismunandi ađ stćrđ, gerđ og raddskipan. Lítil hljóđfćri geta nýst vel til náms en stćrri hljóđfćri gefa augljóslega meiri túlkunarmöguleika. Mikilvćgt er ađ organisti ţekki byggingu orgelsins vel og geti nýtt fjölbreytta möguleika ţess.

Til ađ stunda nám í orgelleik ţarf nemandi ađ hafa ađgang ađ orgeli međ tveimur hljómborđum og fótspili. Til ćfinga getur nemandi notađ tveggja hljómborđa rafmagnshljóđfćri svo fremi ađ ţađ hafi tveggja og hálfrar áttundar fótspil. Mikilvćgt er ađ ráđfćra sig viđ kennara ţegar kemur ađ hljóđfćrakaupum.

Tveimur skilyrđum ţarf ađ fullnćgja til ađ nám í orgelleik geti hafist. Í fyrsta lagi ţarf nemandi ađ hafa náđ nćgilegum líkamsţroska til ađ geta leikiđ á fótspiliđ. Í öđru lagi ţarf nemandi ađ hafa lokiđ grunnámi í píanóleik. Ţá er mćlt međ áframhaldandi námi í píanóleik samhliđa orgelnáminu. Ekki er gert ráđ fyrir ađ nemendur stundi grunnnám í orgelleik.

Orgelnámiđ fer fram í einkatímum. Kennt er eftir ađalnámsskrá tónlistarskóla og orgelnemendur sćkja tónfrćđitíma samhliđa hljóđfćranámi sínu.

Hér eru nokkur skemmtileg orgeltóndćmi:

Hér má heyra eitt frćgasta orgelverk sögunnar, Tokkötu og fúgu í d-moll eftir Johann Sebastian Bach.

Og hér má heyra orgelkonsert í d-moll eftir Georg Frideric Händel, samtímamann hans.

Hér má sjá leikiđ á stćrsta hljóđfćri í heimi, sem einmitt er pípuorgel.

Orgeliđ hefur einnig komiđ fyrir í kvikmyndum, en hér er eitt orgellag úr Pirates of the Carribean.

Orgel hefur líka veriđ notađ í annarskonar tónlist, hér má heyra eitt međ DJ Shadow.

Svćđi

Tónlistarskólinn á Egilsstöđum

Tjarnarlönd 11, 700 Egilsstađir / Sími: 470 0570 / Netfang: tonlistarskoli.egilsstadir@mulathing.is
Skólastjóri: Sóley Ţrastardóttir (soley.thrastardottir@mulathing.is)