Tónlistarskólinn á Egilsstöðum starfar innan veggja Egilsstaðaskóla. Þar hefur skólinn sex hljóðfærakennslustofur á þriðju hæð til umráða auk tónmenntastofunnar, sem er við hliðina á hátíðarsal skólans. Skrifstofa skólastjóra er svo við aðalinngang Egilsstaðaskóla. Nálægðin við Egilsstaðaskóla er frábær og verður til þess að hægt sé að skapa samfellu í skóladegi nemenda með því að kenna þeim á skólatíma.
Skólinn býr yfir nokkuð góðum hljóðfærakosti og leigir út hljóðfæri til blásturshljóðfæra- og strokhljóðfæranemenda og nokkur önnur hljóðfæri að auki. Unnið er að uppbyggingu hljóðfærakosts skólans, sérstaklega í slagverksdeildinni, en nokkuð vantar enn af hljóðfærum í skólann.