Kontrabassi - rytmískt nám

Hugtakiđ rytmísk tónlist er safnheiti yfir djass, rokk og skyldar tónlistartegundir sem ekki teljast til klassískrar tónlistar í almennri merkingu ţess hugtaks. Miđađ er viđ ađ nám í rytmískri tónlist sé eins upp byggt og lúti sömu lögmálum og annađ tónlistarnám sem skilgreint er í ađalnámskrá tónlistarskóla en viđfangsefni eru ađ miklu leyti önnur.

Kontrabassinn er stćrsta og dýpsta hljóđfćri strengjafjölskyldunnar. Hann gegnir veigamiklu hlutverki í klassískri tónlist, djasstónlist, blústónlist, ţjóđlagatónlist og rokki. Kontrabassanám í rytmískri tónlist leggur áherslu á plokkađa strengi en vinna međ boga er engu ađ síđur nauđsynleg, m.a. til ađ ţroska heyrn. Í rytmískri tónlist nota kontrabassaleikarar oft magnara.

Kontrabassar eru til í ýmsum stćrđum og í sumum tilfellum geta nemendur byrjađ ađ stunda kontrabassanám í tónlistarskólanum allt niđur í 6 ára. Sumir geta hafiđ nám örlítiđ síđar, t.d. ađ loknum forskóla, en algengast er ţó ađ nemendur hefji nám á unglingsárum ţegar ţeir geta valdiđ hljóđfćri af venjulegri stćrđ. Tónlistarskólinn leigir út hljóđfćri til nemenda sinna fyrstu árin en yfirleitt er gert ráđ fyrir ađ nemendur eignist eigiđ hljóđfćri ţegar ţeir eru farnir ađ nota kontrabassa í fullri stćrđ. Mikilvćgt er ađ ráđfćra sig viđ kennara ţegar kemur ađ hljóđfćrakaupum.

Til ţess ađ geta hafiđ nám í rytmískum píanóleik í tónlistarskólanum verđur nemandi ađ hafa lokiđ grunnámi í kontrabassaleik. Rytmískt nám á kontrabassa fer fram í einkatímum, en ađ auki fá nemendur ýmis tćrkifćri til ađ taka ţátt í samspili. Kennt er eftir ađalnámskrá tónlistarskóla og kontrabassanemendur byrja ađ sćkja tónfrćđitíma ţegar kennarar telja ţađ tímabćrt.

Hér má sjá dćmi um rytmískan kontrabassaleik:

Kontrabassinn er afar miklilvćgur bćđi sem undirleiks- og einleikshljóđfćri í djasstónlist.

Svo getur kontrabassinn líka ţjónađ sem slagverkshljóđfćri.

Oft eru bassaleikarar í bakgrunninum, en ţađ er ekkert sem bannar ţeim ađ syngja líka!

Hér má heyra tvo flinka djasskontrabassaleikara spila, hvern á eftir öđrum.

Sumir kontrabassar eiga sér skemmtilega sögu.

Svćđi

Tónlistarskólinn á Egilsstöđum

Tjarnarlönd 11, 700 Egilsstađir / Sími: 470 0570 / Netfang: tonlistarskoli.egilsstadir@mulathing.is
Skólastjóri: Sóley Ţrastardóttir (soley.thrastardottir@mulathing.is)