Barítónhorn

Barítónhorn er blásturshljóđfćri sem tilheyrir málmblástursfjölskyldunni. Barítónhorn lítur úr eins og langt rör sem er vafiđ upp í allskonar slaufur og flćkjur. Á horninu eru ţrír takkar sem viđ köllum ventla, en međ ţví ađ ýta á ţá fáum viđ mismunandi tóna. Viđ getum svo spilađ enn fleiri tóna međ ţví ađ breyta vörunum og blćstrinum. Til ţess ađ fá tón úr hljóđfćrinu ţurfum viđ ađ blása međ smá varapuđri í munnstykkiđ og ţá hljómar hin kröftugi en mjúki tónn barítónhornsins.

Barítónhorn gegnir veigamiklu hlutverki í ýmiskonar hljómsveitum, svo sem lúđrasveitum og brassböndum. Oft byrja ungir nemendur sem stefna á túbuleik á ţví ađ spila á barítónhorn á međan ţeir ţjálfa upp lungun og stćkka ađeins. Barítónhorniđ spilar djúpa tóna, en flinkir spilarar geta náđ upp á miđtónana.

Algengast er ađ nemendur hefji barítónnám á aldrinum 8-10 ára. Tónlistarskólinn leigir út hljóđfćri til nemenda sinna fyrstu árin en yfirleitt er gert ráđ fyrir ađ nemendur eignist eigiđ hljóđfćri ţegar ţeir eru komnir nokkuđ áleiđis í námi sínu. Mikilvćgt er ađ ráđfćra sig viđ kennara ţegar kemur ađ hljóđfćrakaupum.

Barítónhornnámiđ skiptist í einkatíma og hljómsveitarćfingar međ Skólahljómsveit Fljótsdalshérađs, en ađ auki fá nemendur tćkifćri til ađ spila í minni samspilshópum. Kennt er eftir ađalnámskrá tónlistarskóla og barítónhornnemendur byrja ađ sćkja tónfrćđitíma ţegar kennarar telja ţađ tímabćrt.

Hér fyrir neđan má sjá nokkur skemmtileg barítónhorntóndćmi:

Hér spilar Katrina Marzella einleik međ The National Youth Brass Band of Scotland, en hún er ađ spila Svaninn úr Karnival Dýranna.

Hér má heyra syrpu úr Pirates of the Caribbean spilađa á fjögur euphonium (sem er útgáfa af barítónhorni).

Hér má heyra kunnuglegt stef spilađ á barítónhorn og trompet.

Hér má heyra Matthew White spila međ nýstárlegum hćtti á barítónhorn.

Ađ lokum má sjá hér hvađ gerist ţegar kisinn skríđur ofan í barítónhorniđ.

Svćđi

Tónlistarskólinn á Egilsstöđum

Tjarnarlönd 11, 700 Egilsstađir / Sími: 470 0570 / Netfang: tonlistarskoli.egilsstadir@mulathing.is
Skólastjóri: Sóley Ţrastardóttir (soley.thrastardottir@mulathing.is)