Nám í bođi

Í Tónlistarskólanum á Egilsstöđum fer fram kennsla á fjölbreytt úrval hljóđfćra og í söng.

Forskóli

Flestir nemendur hefja sitt tónlistarnám í forskóla. Námiđ byggist á hóptímum, ţar sem 3-7 krakkar eru saman í hóp. Hver hópur fćr eina kennslustund í 30 mínútur á viku og fer kennslan fram eftir skólatíma. Forskólanámiđ er tveir vetur, međ möguleika á framhaldsnámi í ţriđja veturinn. Nemendur sem hafa veriđ í forskóla í Tónlistarskólanum ganga fyrir ţegar kemur ađ skráningu í hljóđfćra- og söngnám síđar. Nemendur í fyrsta bekk fara í Forskóla 1, en nemendur í öđrum og ţriđja bekk býđst ađ velja á milli fimm forskólahópa, sem hver leggur áherslu á ákveđna gerđ tónlistarflutnings.

Söngnám

Í Tónlistarskólanum er bođiđ upp á klassískt og rytmískt söngnám í einkatímum og samkennslu í söng fyrir yngri nemendur. Heilt nám felur í sér 60 mínútna kennslu á viku, sem oft skiptist niđur í tvo 30 mínútna tíma, og hálft nám er 30 mínútur á viku. Ađ öllu jöfnu mćlum viđ frekar međ ţví viđ nemendur ađ vera í heilu námi ţví ţađ gefur yfirleitt mun betri árangur. Almennt fer kennsla nemenda yngri en í 8. bekk fram í hóptímum, en ţó eru undantekningar á ţví.

Hljóđfćranám

Ţegar nemendur fara í hljóđfćranám gefst ţeim kostur á ađ vera í heilu eđa hálfu námi. Heilt nám felur í sér 60 mínútna kennslu á viku og hálft nám er 30 mínútur á viku. Ađ öllu jöfnu mćlum viđ frekar međ ţví viđ nemendur ađ vera í heilu námi ţví ţađ gefur yfirleitt mun betri árangur. Misjafnt er eftir hljóđfćrum á hvađa aldri er gott ađ byrja og eru nánari upplýsingar um ţađ hér til hćgri í umfjöllun um einstök hljóđfćri, en algengt er ađ nemendur byrji 8-9 ára, oft ađ loknum forskóla.

Tónfrćđi

Tónfrćđikennsla er veigamikill hluti af tónlistarnáminu. Ţeir nemendur sem eru komnir nokkuđ af stađ í sínu hljóđfćra- eđa söngnámi sćkja tónfrćđitíma. Algengt er ađ nemendur hefji tónfrćđinám í 6. bekk, en ţó hefja sumir nám í 5. bekk og jafnvel 4. bekk. Stigspróf og áfangapróf á hljóđfćri og í söng eru ekki fullgild nema nemendur hafi einnig lokiđ ţeirri tónfrćđi sem tilheyrir viđkomandi stigi eđa áfanga. Tónfrćđitímar eru eftir skólatíma. Nemendur í grunnámi sćkja tónfrćđitíma eina klukkustund í viku en nemendur í miđnámi sćkja tíma tvćr klukkustundir í viku. Nemendur í framhaldsnámi ljúka fjórum önnum í hljómfrćđi, tónlistarsögu og tónheyrn og einni önn í valgrein til ţess ađ klára framhaldspróf í tónlist.

Svćđi

Tónlistarskólinn á Egilsstöđum

Tjarnarlönd 11, 700 Egilsstađir / Sími: 470 0570 / Netfang: tonlistarskoli.egilsstadir@mulathing.is
Skólastjóri: Sóley Ţrastardóttir (soley.thrastardottir@mulathing.is)