Básúna er blásturshljóđfćri sem tilheyrir málmblásturshljóđfćrafjölskyldunni. Básúna lítur út eins og langt rör sem er búiđ ađ beygja til í nokkrar slaufur. Á básúnunni er fćranlegt rör sem viđ getum rennt fram og tilbaka og ţannig fengiđ mismunandi tóna. Viđ notum varirnar og breytum blćstrinum á ákveđinn hátt til ađ geta spilađ enn fleiri tóna. Til ţess ađ fá tón úr hljóđfćrinu ţurfum viđ ađ blása međ smá puđri í munnstykkiđ og ţá hljómar hinn djúpi og kröftugi tónn básúnunnar.
Tenór-básúnan er lang algengust og er hún ţađ hljóđfćri sem flestir byrja ađ lćra á. Einnig eru til alt-og bassa-básúnur, sem eru ađallega notađar í hljómsveitum. Alt-básúnan er minni og tónarnir eru bjartari, en bassa-básúnan er stćrri og eru hennar tónar djúpir.
Básúnan gegnir veigamiklu hlutverki í mörgum hljómsveitum, svo sem sinfóníuhljómsveitum, stórsveitum, lúđrasveitum og djasshljómsveitum. Básúnan spilar ađallega djúpa tóna, en flinkir spilarar geta líka spilađ bjarta tóna.
Algengast er ađ nemendur hefji básúnunám á aldrinum 8-10 ára. Tónlistarskólinn leigir út hljóđfćri til nemenda sinna fyrstu árin en yfirleitt er gert ráđ fyrir ađ nemendur eignist eigiđ hljóđfćri ţegar ţeir eru komnir nokkuđ áleiđis í námi sínu. Mikilvćgt er ađ ráđfćra sig viđ kennara ţegar kemur ađ hljóđfćrakaupum.
Básúnunámiđ skiptist í einkatíma og hljómsveitarćfingar međ Skólahljómsveit Fljótsdalshérađs, en ađ auki fá nemendur tćkifćri til ađ spila í minni samspilshópum. Kennt er eftir ađalnámskrá tónlistarskóla og básununemendur byrja ađ sćkja tónfrćđitíma ţegar kennarar telja ţađ tímabćrt.
Hér fyrir neđan má sjá nokkur skemmtileg básúnutóndćmi:
Hér spilar 13 ára Trombone Shorty međ Lincoln Center Djasshljómsveitinni.
Hér má heyra Martin Wilson spila Czardas á básúnu.
Hér má sjá hvernig básúnan er búin til.
Ađ lokum má heyra hér hvađ gerist ţegar mađur spilar á básúnu og ţarf ađ hnerra.