Kontrabassi

Kontrabassinn er stćrsta og dýpsta hljóđfćri strengjafjölskyldunnar. Hann hefur ýmist fjóra eđa fimm strengi sem stilltir eru í ferundum á tónana E, A, D og G, áttund neđar en dýpstu strengirnir á gítar. Kontrabassinn er ýmist strokinn međ boga eđa plokkađur. Til ţess ađ spila á kontrabassa ţarf annađhvort ađ standa eđa ađ sitja á háum stól.

Kontrabassi er notađur í fjölmörgum tegundum tónlistar og gegnir veigamiklu hlutverki í klassískri tónlist, djasstónlist, blústónlist, ţjóđlagatónlist og rokki. Mikilvćgt er ađ nemandinn nái undirstöđufćrni í tćkni og túlkun, fćrni sem hann síđan getur nýtt sér til hvers kyns tónlistariđkunar innan klassíska sviđsins eđa annarra tegunda tónlistar.

Kontrabassar eru til í ýmsum stćrđum og í sumum tilfellum geta nemendur byrjađ ađ stunda kontrabassanám í tónlistarskólanum allt niđur í 6 ára. Sumir geta hafiđ nám örlítiđ síđar, t.d. ađ loknum forskóla, en algengast er ţó ađ nemendur hefji nám á unglingsárum ţegar ţeir geta valdiđ hljóđfćri af venjulegri stćrđ. Tónlistarskólinn leigir út hljóđfćri til nemenda sinna fyrstu árin en yfirleitt er gert ráđ fyrir ađ nemendur eignist eigiđ hljóđfćri ţegar ţeir eru farnir ađ nota kontrabassa í fullri stćrđ. Mikilvćgt er ađ ráđfćra sig viđ kennara ţegar kemur ađ hljóđfćrakaupum.

Námiđ skiptist í einkatíma og hljómsveitarćfingar međ strengjasveitum skólans, en ađ auki fá nemendur tćkifćri til ađ spila í minni samspilshópum. Kennt er eftir ađalnámskrá tónlistarskóla og kontrabassanemendur byrja ađ sćkja tónfrćđitíma ţegar kennarar telja ţađ tímabćrt.

Hér eru nokkur dćmi ţar sem kontrabassinn er í ađalhlutverki:

Kontrabassinn er ekki oft í einleikshlutverki í klassískri tónlist, en ţó eru undantekningar!

Hér má heyra upphaf Sellósvítu nr. 1 eftir Johann Sebastian Bach á kontrabassa. 

Svo er náttúrulega hćgt ađ hafa heila hljómsveit bara međ bössum!

Hér er kynning á kontrabassanum (á ensku).

Ţeir sem halda ađ kontrabassinn sé stćrsta strengjahljóđfćriđ hafa líklega ekki séđ októbassa!

Svćđi

Tónlistarskólinn á Egilsstöđum

Tjarnarlönd 11, 700 Egilsstađir / Sími: 470 0570 / Netfang: tonlistarskoli.egilsstadir@mulathing.is
Skólastjóri: Sóley Ţrastardóttir (soley.thrastardottir@mulathing.is)