Klarínetta

Klarínetta er blásturshljóđfćri sem tilheyrir tréblástursfjölskyldunni. Klarínetta lítur út eins og langt lakkrísrör međ mörgum götum og tökkum. Til ţess ađ fá tón úr hljóđfćrinu festum viđ bambusblađ yfir gat á munnstykkinu, sem víbrar ţegar viđ blásum í klarínettuna, og ţá hljómar hinn fallegi tónn hennar.

Í klarínettufjölskyldunni eru ótal klarínettur. Algengastar eru Bb-klarínettur (venjuleg klarínetta), A-klarínetta, bassaklarínetta og es-klarínetta. Mun fleiri týpur eru til. Ţćr eru sjaldgćfari, en sjást ţó stundum í til dćmis í stórum klarínettuhljómsveitum og í lúđrasveitum.

Klarínettan gegnir veigamiklu hlutverki í mörgum hljómsveitum, svo sem sinfóníuhljómsveitum, lúđrasveitum og klezmer-hljómsveitum. Klarínetta er svolítiđ sérstök ađ ţví leyti ađ hún getur spilađ djúpa tóna, og spilađ međ djúpu hljóđfćrunum í hljómsveitinni, og svo getur hún spilađ bjarta tóna međ flautunum.

Algengast er ađ nemendur hefji klarínettunám á aldrinum 8-10 ára. Tónlistarskólinn leigir út hljóđfćri til nemenda sinna fyrstu árin en yfirleitt er gert ráđ fyrir ađ nemendur eignist eigiđ hljóđfćri ţegar ţeir eru komnir nokkuđ áleiđis í námi sínu. Mikilvćgt er ađ ráđfćra sig viđ kennara ţegar kemur ađ hljóđfćrakaupum.

Klarínettunámiđ skiptist í einkatíma og hljómsveitarćfingar međ Skólahljómsveit Fljótsdalshérađs, en ađ auki fá nemendur tćkifćri til ađ spila í minni samspilshópum. Kennt er eftir ađalnámskrá tónlistarskóla og klarínettunemendur byrja ađ sćkja tónfrćđitíma ţegar kennarar telja ţađ tímabćrt.

Hér fyrir neđan má sjá nokkur skemmtileg klarínettutóndćmi:

Hér flytja Arngunnur Árnadóttir og Sinfóníuhljómsveit Íslands eitt frćgasta klarínettuverk sögunnar.

Upptaka af meistaranum Benny Goodman, sem spilar Clarinet Marmalade.

Hér má sjá klarínettuhljómsveit leika listir sínar.

Međ klarínettumunnstykki og bambusblađi má jafnvel búa til klarínettu úr gulrót.

Dúett á eina mjög lítla klarínettu og eina mjög stóra klarínettu.

Svćđi

Tónlistarskólinn á Egilsstöđum

Tjarnarlönd 11, 700 Egilsstađir / Sími: 470 0570 / Netfang: tonlistarskoli.egilsstadir@mulathing.is
Skólastjóri: Sóley Ţrastardóttir (soley.thrastardottir@mulathing.is)