Víólan, öđru nafni lágfiđla, er náskyld fiđlunni og mjög lík í útliti. Víólan er oftast stćrri, úr ţykkari viđi og ţar af leiđandi ţyngri. Víólan eins og hún er nú mun hafa ţróast frá hljóđfćrum gambafjölskyldunnar, einkum viola da braccio. Tónn víólunnar er dekkri og sterkari en á fiđlu en blandast mjög vel međ öđrum hljóđfćrum og er víólan ţví fyrst og fremst hljómsveitar- og samspilshljóđfćri. Ţó hafa ýmis falleg einleiksverk veriđ skrifuđ fyrir víólu, sérstaklega á 20. og 21. öld. Víóla hefur fjóra strengi sem stilltir eru á tónana C, G, D og A, fimmund neđar en fiđla. Víólan er yfirleitt strokin međ boga en stundum plokkuđ.
Vegna stćrđar og ţyngdar hljóđfćrisins er erfiđara fyrir unga víólunemendur en fiđlunemendur ađ tileinka sér góđa, átakalausa tćkni. Vegna skyldleikans viđ fiđluna hefja smávaxnir nemendur yfirleitt nám sitt á fiđlu og skipta síđar yfir á víólu. Tónlistarskólinn leigir út hljóđfćri til nemenda sinna fyrstu árin en yfirleitt er gert ráđ fyrir ađ nemendur eignist eigiđ hljóđfćri ţegar ţeir eru komnir nokkuđ áleiđis í námi sínu. Mikilvćgt er ađ ráđfćra sig viđ kennara ţegar kemur ađ hljóđfćrakaupum.
Tónlist fyrir víólu er einkum skrifuđ í C-lykli (altlykli) og kynnast nemendur honum ţví fyrst. Síđar ţurfa ţeir einnig ađ öđlast lestrarleikni í G-lykli. Gagnlegt er fyrir alla víóluleikara ađ hafa kynnst fiđlunni.
Til ţess ađ geta hafiđ víólunám í Tónlistarskólanum verđur nemandi ađ hafa lokiđ grunnámi í fiđluleik. Víólunámiđ skiptist í einkatíma og hljómsveitarćfingar međ strengjasveitum skólans, en ađ auki fá nemendur tćkifćri til ađ spila í minni samspilshópum. Kennt er eftir ađalnámskrá tónlistarskóla og víólunemendur sćkja tónfrćđitíma.
Hér má sjá nokkur dćmi um víóluleik:
Hér kynnir víóluleikari hljóđfćri sitt (á ensku).
Hér má heyra Víólukonsert í G-dúr eftir Telemann.
Hér má heyra lagiđ Perfect međ Ed Sheeran spilađ á víólu.
Víólan gegnir oft miklilvćgu hlutverki í samspili međ öđrum hljóđfćrum, eins og í ţessu dćmi.
Ţađ er ekki ćtlast til ţess ađ nemendur verji 45 milljónum bandaríkjadala til kaupa á hljóđfćri.