Fiđla

Fiđlan er minnst í fjölskyldu strengjahljóđfćranna en jafnframt langfjölmennasta hljóđfćriđ í sinfóníuhljómsveit. Hún er mjög fjölhćft hljóđfćri og mikiđ notuđ í ýmsum tegundum tónlistar, svo sem klassískri tónlist og ţjóđlagatónlist. Fiđlan ţróađist út frá ýmsum strengjahljóđfćrum miđalda. Ţessari ţróun lauk um miđja 16. öld og hefur fiđlan lítiđ breyst síđan. Fiđlan hefur fjóra strengi sem eru stilltir á tónana G, D, A og E og hún er yfirleitt stokin međ boga, en stundum plokkuđ.

Nemendur geta í sumum tilfellum byrjađ ađ stunda fiđlunám í tónlistarskólanum allt niđur í 6 ára, en flestir hefja nám síđar, t.d. ađ loknum forskóla. Mikilvćgt er ađ stćrđ hljóđfćris hćfi líkamsţroska nemandans, stćrđ fiđlu og boga sé í réttum hlutföllum og ađ hvort tveggja sé í góđu ástandi. Tónlistarskólinn leigir út hljóđfćri til nemenda sinna fyrstu árin en yfirleitt er gert ráđ fyrir ađ nemendur eignist eigiđ hljóđfćri ţegar ţeir eru komnir nokkuđ áleiđis í námi sínu. Mikilvćgt er ađ ráđfćra sig viđ kennara ţegar kemur ađ hljóđfćrakaupum.

Fiđluleikarar ţurfa ađ hafa sérlega gott tóneyra og vera mjög nákvćmir af ţví ađ á fiđluhálsinum eru engin merki um hvar á ađ setja fingurna, eins og t.d. á gítar. Ţađ ţarf ţolinmćđi til ţess ađ lćra á fiđlu og ţađ tekur oft langan tíma ađ ná fallegum tóni. Ćskilegt er ađ fiđluleikarar fái ađ kynnast víólunni síđar í náminu og ţeim eđlismun sem er á ţessum tveim náskyldu hljóđfćrum.

Fiđlunámiđ skiptist í einkatíma og hljómsveitarćfingar međ strengjasveitum skólans, en ađ auki fá nemendur tćkifćri til ađ spila í minni samspilshópum. Kennt er eftir ađalnámskrá tónlistarskóla og fiđlunemendur byrja ađ sćkja tónfrćđitíma ţegar kennarar telja ţađ tímabćrt.

Hér eru nokkur skemmtileg tóndćmi ţar sem fiđlan er í ađalhlutverki:

Fiđlan er oft í einleikshlutverki og hér má heyra fiđlukonsert Mendelssohns.

Hér spilar Alexander Markov Kaprísu nr. 24 eftir Niccolo Paganini.

Fiđlan er líka mikiđ notuđ í ţjóđlagatónlist og stundum jafnvel rokki. Hér spilar Lindsey Stirling svoleiđis lag.

Hér má heyra hiđ frćga lag The Devil Went Down to Georgia međ The Charlie Daniels Band.

Hér má sjá James Bond lagiđ Skyfall međ Adele spilađ á fiđlu.

 

 

Svćđi

Tónlistarskólinn á Egilsstöđum

Tjarnarlönd 11, 700 Egilsstađir / Sími: 470 0570 / Netfang: tonlistarskoli.egilsstadir@mulathing.is
Skólastjóri: Sóley Ţrastardóttir (soley.thrastardottir@mulathing.is)