Söngur - rytmískt nám

Hugtakiđ rytmísk tónlist er safnheiti yfir djass, rokk og skyldar tónlistartegundir sem ekki teljast til klassískrar tónlistar í almennri merkingu ţess hugtaks. Miđađ er viđ ađ nám í rytmískri tónlist sé eins upp byggt og lúti sömu lögmálum og annađ tónlistarnám sem skilgreint er í ađalnámskrá tónlistarskóla en viđfangsefni eru ađ miklu leyti önnur.

Rytmískt söngnám gerir ólíkar kröfur til nemenda en hljóđfćranám, m.a. varđandi framburđ, túlkun texta og míkrófóntćkni. Ţá gera ólíkir stílar rytmískrar tónlistar kröfur um mismunandi raddbeitingu og spuni er mikilvćgur ţáttur í náminu.

Rytmískt söngnám fer fram í einkatímum, en ađ auki fá nemendur ýmis tćkifćri til samsöngs. Kennt er eftir ađalnámskrá tónlistarskóla og söngnemendur byrja ađ sćkja tónfrćđitíma ţegar kennarar telja ţađ tímabćrt. Söngnemendur í miđnámi og framhaldsnámi fá ađ auki reglulega međleikstíma međ píanóleikara eđa hljómsveit. Ennfremur er ćskilegt ađ söngnemendur lćri ađ leika á önnur hljóđfćri, einkum píanó.

Hér má heyra nokkur dćmi um dćmigerđ viđfangsefni í rytmísku söngnámi:

Fyrst nokkur dćmigerđ verkefni í grunnnámi:

Hér má heyra Einu sinni á ágústkvöldi í flutningi Elísabetar Eyţórsdóttur.

Svo er alltaf gaman ađ syngja Bítlalög!

Hér eru Bláu augun ţín í flutningi Valdimars Guđmundssonar.

Og svo tvö fyrir lengra komna:

Litli tónlistarmađurinn međ Vilhjálmi Vilhjálmssyni.

The Girl from Ipanema međ Sinatra sjálfum.

Svćđi

Tónlistarskólinn á Egilsstöđum

Tjarnarlönd 11, 700 Egilsstađir / Sími: 470 0570 / Netfang: tonlistarskoli.egilsstadir@mulathing.is
Skólastjóri: Sóley Ţrastardóttir (soley.thrastardottir@mulathing.is)