Góđur árangur í tónlistarnámi

Ţađ ađ skrá sig í tónlistarskóla er mikilvćgt skref í áttina ađ ţví ađ verđa góđur tónlistarflytjandi, en ţađ er í sjálfu sér ekki ávísun á ađ öđlast fćrni í ţví ađ flytja tónlist. Langflestir nemendur sem hefja tónlistarnám vilja ná góđum árangri og geta vel gert ţađ, en til ţess ţarf fleira en ađ mćta í tónlistartíma. Hér á eftir fylgja ýmsar upplýsingar um ţađ hvernig hćgt sé ađ ná góđum árangri í tónlistarnámi. 

Ćfingin skapar meistarann

Heimaćfingar eru meginuppistađan í tónlistarnámi. Oft er talađ um ađ ţćr séu jafnvel 90% af náminu. Ţeir sem vilja verđa flinkir hljóđfćraleikarar og söngvarar verđa ađ verja töluverđum tíma í ćfingar. Vissulega eru tónlistartímar hjá kennara mjög mikilvćgir, en án heimaćfinga verđur lítill árangur af náminu, sama hvađ kennarinn er góđur! Í tónlistartímum sýna tónlistarkennarar nemendum sínum hvađ ţeir ţurfa ađ gera til ţess ađ öđlast fćrni í tónlist, en til ţess ađ tileinka sér ţessa fćrni ţurfa nemendur ađ ćfa sig.

Hversu mikiđ er nóg?

Ţađ er ekki til eitt rétt svar viđ ţví hversu mikiđ nemendur ţurfa ađ ćfa til ađ ná árangri í námi. Ţađ sem telst nćgur ćfingatími fyrir einn nemanda dugar alls ekki fyrir annan. Ţćttir eins og aldur, hversu langt kominn nemandi er og á hvađa hljóđfćri hann spilar hafa allir áhrif á ţađ hvađ ćfingatíminn ţarf ađ vera mikill. Fyrir byrjanda duga nokkrar mínútur á dag, en nemendur í framhaldsnámi ţurfa ađ ćfa sig marga klukkutíma á nánast hverjum degi til ţess ađ ná ţeim árangri sem ţeir vilja. Stutta svariđ viđ ţessari spurningu er sú ađ ef nemandi er ađ ná ţeim árangri sem hann vill ná er hann ađ ćfa sig nóg. Ef árangurinn er ekki nógu góđur og nemandi nćr ekki ţeim framförum sem hann vill er hann sennilega ekki ađ ćfa sig nóg, eđa ef til vill ekki ađ ćfa sig nógu vel.

Fleira um ćfingar

Ţađ er ýmislegt sem nemendur geta gert til ţess ađ ná betri árangri í ćfingum sínum. Hér eru nokkur atriđi sem gott er ađ hafa í huga:

  • Ţađ er betra ađ ćfa sig oft og minna í einu, helst fimm til sex daga á viku, heldur en ađ ćfa sig lengi einu sinni eđa tvisvar í viku. Heilinn vinnur úr ćfingunum á milli ćfinga, meira ađ segja á međan mađur sefur! Ţađ fćst ţví mun meiri árangur međ sex tíu mínútna ćfingum en einni klukkustundarćfingu á viku. Gott er fyrir ţá sem eru farnir ađ ćfa sig mikiđ ađ brjóta ćfingarnar niđur í lotur og ćfa sig nokkrum sinnum á dag međ hléi á milli.
  • Ţađ er ekki nóg ađ ćfa bara í ákveđinn tíma, ţađ er mikilvćgt ađ vanda sig líka viđ ćfingarnar. Ţađ er gott ađ byrja á góđri upphitun. Ađ hafa hugann viđ ćfingarnar og hlusta vel á ţađ sem mađur er ađ gera auk ţess ađ hafa í huga ţađ sem kennarinn sagđi í síđasta tíma hjálpar allt til ađ ná góđum árangri. Ţađ er gott ađ ćfa hrađa stađi fyrst mjög hćgt til ađ ná ţeim alveg rétt áđur en mađur byrjar ađ spila hratt og greina villurnar sem mađur gerir og vanda sig viđ ađ laga ţćr.
  • Ţađ er mikilvćgt ađ ćfa ţađ sem mađur á ađ ćfa, ţ.e.a.s. ţađ sem kennarinn hefur sett fyrir eđa ţađ sem ţarf fljótlega ađ flytja á tónleikum eđa á prófi. Ţađ er kannski ekki allt skemmtilegt eđa létt, en ef mađur vill verđa betri ţarf mađur ađ takast á viđ ţađ sem er erfitt og stundum jafnvel viđ ţađ sem er „leiđinlegt“. Ţađ er samt mikilvćgt ađ hafa ţađ sem manni finnst skemmtilegt líka međ!
  • Ţađ er mjög gott ađ skipuleggja ćfingarnar vel og ćskilegt ađ setja sér markmiđ. Sumir nota ćfingadagbók, sumir tímavaka, sumir eru međ stílabók frá kennaranum ţar sem stendur hvađ á ađ ćfa. Ţađ ţarf oft ađ ađstođa unga nemendur viđ ađ skipuleggja ćfingatímann sinn og jafnvel ađstođa ţá viđ ćfingar.
  • Ţađ er nauđsynlegt ađ búa til tíma fyrir ćfingar. Ţađ er ekki gott ađ búa til afsakanir fyrir ađ ćfa ekki á borđ viđ „ég hef ekki tíma.“ Til ţess ađ varđa flinkur á hljóđfćri ţarf sjálfsaga, dugnađ, elju og góđa skipulagningu. Ţađ er ekki hćgt ađ stytta sér leiđ í ţessu og ţađ ţarf ađ setja ćfingar í forgang ef góđur árangur á ađ nást.

Stuđningur viđ tónlistarnám

Ţađ er ýmislegt sem fjölskyldur geta gert til ţess ađ búa nemendum umhverfi sem hvetur ţau og styđur til ađ ná góđum árangri í tónlist:

  • Mikilvćgt er ađ foreldrar/forráđamenn nemenda sýni jákvćtt viđhorf til námsins og fylgist međ náminu af áhuga. Ţetta er hćgt ađ gera međ ţví ađ biđja nemanda um ađ sýna hvađ hann kann, spyrja hann út í námiđ, vera í góđum samskiptum viđ kennara nemandans, mćta á tónleika og fleira slíkt.
  • Nemendur verđa ađ hafa góđar ađstćđur til ćfinga. Ţeir verđa ađ fá góđan friđ til ađ ćfa og í sumum tilfellum (sérstaklega hjá yngri nemendum) stuđning viđ ćfingar. Ţeir mega ekki hafa ţađ á tilfinningunni ađ ţeir séu ađ trufla ađra međ ćfingum sínum.
  • Mikilvćgt er ađ nemendur eigi viđeigandi hljóđfćri og búnađ, svo sem statíf, taktmćli og fleira slíkt ásamt nótum og öđru. Ţađ er gott ađ vera í góđu sambandi viđ kennara nemandans varđandi ţetta.
  • Ţađ getur komiđ fyrir ađ áhugi nemenda minnki tímabundiđ á náminu eđa ađ ţeir sýni merki um uppgjöf. Ţá er mikilvćgt ađ vera í góđu sambandi viđ kennarann strax, en láta slíkt ekki viđgangast lengi án ţess ađ skođa máliđ. Oft er hćgt ađ gera ráđstafanir til ţess ađ vekja áhuga nemandans á ný, en ţađ má líka alveg búast viđ ađ áhuginn sé stundum meiri og stundum minni á náminu.
  • Mikilvćgt er ađ nemendur hlusti á vel flutta tónlist og er gott ef foreldar/forráđamenn hvetja ţá til ţess og fara međ ţá á tónleika ţegar tćkifćri gefst.

En hvađ ef mér finnst leiđinlegt ađ ćfa mig?

Tónlistarnám er mjög gefandi nám. Ţađ er áhugavert og krefjandi og ţegar nemendur öđlast ákveđna leikni geta ţeir flutt tónlist sem ţeim finnst falleg, töff eđa skemmtileg. Ţeir fá ađ koma fram á sviđi, fá ađ spila međ öđrum, fá ađ taka ţátt í skemmtilegum og fjölbreyttum verkefnum, fara í ferđalög og fá ýmsar viđurkenningar fyrir ţann árangur sem ţeir hafa náđ. Allt er ţetta mjög skemmtilegt og ţeir sem hafa fengiđ ađ flytja frábćra tónlist vita hvađ ţví fylgir mikil gleđi.

Ţađ ađ öđlast fćrni í tónlist er samt ekkert auđvelt. Ţađ ţarf stundum ađ ćfa eitthvađ „leiđinlegt“ einn inni í herbergi til ađ geta seinna spilađ ţađ sem er skemmtilegt upp á sviđi. Ţađ er ţví dýrmćtt ađ temja sér jákvćtt viđhorf til ćfinga, finna gleđina í ţví ađ sigrast á áskorunum og í ađ geta gert eitthvađ í dag sem mađur gat ekki í gćr.

Frekari upplýsingar

Ţađ er mikiđ af upplýsingum á netinu um hvernig hćgt er ađ ná betri árangri í tónlistarnámi. Mikiđ af ţessum upplýsingum eru t.d. á ensku, en ţađ getur veriđ gott fyrir lengra komna nemendur ađ skođa ţćr ađeins og um ađ gera ađ leita ađ góđum upplýsingum. Hér eru nokkur dćmi:

10 Easy Ways To Optimize Your Music Practice

10 tips to help you practise more effectively

The Bulletproof Musician

Einnig eru til góđar bćkur um ţetta, eins og til dćmis:

The Art of Practicing

The Musician‘s Way

The Inner Game of Music

Svćđi

Tónlistarskólinn á Egilsstöđum

Tjarnarlönd 11, 700 Egilsstađir / Sími: 470 0570 / Netfang: tonlistarskoli.egilsstadir@mulathing.is
Skólastjóri: Sóley Ţrastardóttir (soley.thrastardottir@mulathing.is)