Ţó ađ harmonika eigi sér tiltölulega skamma sögu í íslenskum tónlistarskólum hafa fá hljóđfćri notiđ jafnmikilla vinsćlda međal alţýđu manna. Harmonika var um langt árabil leiđandi hljóđfćri í dans- og alţýđutónlist til sjávar og sveita. Í dag nýtur harmonikan enn sem fyrr vinsćlda á ţessu sviđi en auk ţess hefur á síđastliđnum áratugum veriđ samiđ talsvert af nútímatónlist fyrir harmoniku. Ţá er einnig hćgt ađ
nota ýmiskonar eldri tónlist, sem samin var fyrir önnur hljóđfćri, auk sérstakra umritana fyrir harmoniku. Ţannig spanna tónbókmenntir harmonikunnar víđara sviđ en margur hyggur.
Nám á harmoniku getur hafist ţegar nemendur hafa líkamlega burđi til ađ leika á hljóđfćriđ. Hefji nemendur nám á litlar harmonikur er gert ráđ fyrir ađ ţeir skipti yfir á stćrri hljóđfćri ţegar áleiđis miđar í náminu og í samrćmi viđ aukinn líkamsţroska. Ţróun í harmonikusmíđi hefur veriđ ör á síđustu áratugum og eru harmonikur nú fáanlegar í ýmsum stćrđum og gerđum og geta nemendur hafiđ nám strax eftir forskóla séu ţeir međ hljóđfćri viđ hćfi.
Harmonikunámiđ fer fram í einkatímum, en ađ auki fá nemendur ýmis tćkifćri til samspils. Kennt er eftir ađalnámsskrá tónlistarskóla og harmonikunemendur byrja ađ sćkja tónfrćđitíma ţegar kennarar telja ţađ tímabćrt.
Hér má sjá nokkur skemmtileg tóndćmi:
Sjórćningjatónlist! Beint úr Pirates of the Caribbean.
Hér má sjá frábćran harmonikuleikara spila Libertango eftir Astor Piazzola međ góđum félögum.
Hér má heyra Malaguena, sem byggir á tónlistarhefđ frá Venezuela.
Svo er nú líka hćgt ađ spila Queen lög međ vinum sínum á harmoniku!