Héctor Nicolás Gómez

Héctor Nicolás Gómez kemur frá Spáni. Hann byrjaði að læra á píanó sjö ára gamall við Conservatorio Elemental “Ángel Arias”. Hann útskrifaðist sem píanó- og kammertónlistarkennari frá Real Conservatorio Superior de Música de Madrid, þar sem aðalkennarar hans voru Fernando Puchol og Luis Rego. Aðalstarfið hans er kennsla og undanfarin 20 ár hefur hann sérhæft sig í píanókennslufræði. Hann hefur notast við tónlistarlærdómskenningu Edwin Gordon og Orff-Schulwerk aðferðina og hefur m.a. lært hjá Marylin Löwe, Marisa Pérez og Wolfgang Hartmann. Hann hefur starfað sem píanókennari í ýmsum skólum á Spáni, lengst af við Escuela Municipal de Música y Danza de Ciempozuelos. Héctor hefur komið fram sem píanóleikari í Auditorio de Zaragoza, Teatro Real de Madrid og Auditorio "Eutherpe" de León, auk þess að hann hefur tekið þátt í Festival de Música Contemporánea de Madrid og verið meðlimur í hópnum Musical Storytellers, sem varð til við skólann Ciempozuelos.

Svæði

Tónlistarskólinn á Egilsstöðum

Tjarnarlönd 11, 700 Egilsstaðir / Sími: 470 0570 / Netfang: tonlistarskoli.egilsstadir@mulathing.is
Skólastjóri: Sóley Þrastardóttir (soley.thrastardottir@mulathing.is)