Jonathan Law

Jonathan Law er skoskur fiðluleikari og strengjakennari. Hann lauk BMus gráðu í fiðluleik frá Napier University í Edinborg og Professional Graduate Diploma í kennslufræði frá University of Edinburgh. Hann hefur kennt á strengjahljóðfæri og stjórnað strengjasveitum með góðum árangri við ýmsa skóla í Skotlandi síðan árið 2006. Hann leggur áherslu á að nemendur geri tónlistina að eðlilegum þætti í lífi sínu og notar fjölbreytt kennsluefni til þess. Hann hefur starfað sem fiðluleikari, meðal annars við Edinburgh Grand Opera og Scottish Symphonia, auk þess að taka þátt í ýmsum kammer- og leikhúshljómsveitum. Auk þess að kenna við Tónlistarskólana á Egilsstöðum og í Fellabæ leikur hann nú með Sinfóníuhljómsveit Austurlands.  

Svæði

Tónlistarskólinn á Egilsstöðum

Tjarnarlönd 11, 700 Egilsstaðir / Sími: 470 0570 / Netfang: tonlistarskoli.egilsstadir@mulathing.is
Skólastjóri: Sóley Þrastardóttir (soley.thrastardottir@mulathing.is)