Flýtilyklar
Blásarasveitin á ferđalagi
Blásarasveit Tónlistarskólans á Egilsstöđum er skipuđ átta hljóđfćraleikurum, bćđi nemendum og kennurum Tónlistarskólans og einnig einu foreldri nemanda í skólanum. Sveitin hefur starfađ í nokkur ár og spilar reglulega, t.d. er hún orđinn fastur punktur í 1. maí hátíđahöldunum.
Sveitin tók ţátt í Einarsvöku í Heydalakirkju í Breiđdal 14. maí síđastliđinn, uppstigningardag. Einarsvaka er hátíđ sem haldin er í Heydalakirkju ár hvert til ađ minnast sr. Einars Sigurđssonar sem var prestur í Heydalakirkju frá 1590 til 1626. Einar er eitt afkastamesta sálmaskáld Íslendinga og er ţekktastur fyrir ađ hafa ort sálminn Nóttin var sú ágćt ein en ađ auki liggur aragrúi annarra sálma og ljóđa eftir Einar.
Blásarasveitin lék međ kirkjukór Stöđvarfjarđar- og Heydalakirkna sem leiddi söng. Einnig frumflutti Sigurlaug Björnsdóttir sönglag viđ einn af sálmum sr. Einars.
Fariđ var međ bíl yfir Breiđdalsheiđi sem var nýlega orđin auđ og var ţetta fyrsta heimsókn sumra hjóđfćraleikaranna, ţeirra yngri, í Breiđdalinn og fyrsta ferđ ţeirra yfir heiđina. Já mađur lćrir sko ýmislegt í Tónlistarskólanum.