Heimsókn forseta og forsetafrúar

Forseti Íslands og forsetafrú heiđruđu íbúa Fljótsdalshérađs međ opinberri heimsókn í síđustu viku. Fengu forsetahjónin ađ hlýđa á hljóđfćraleik og söng nemenda úr Tónlistarskólanum á Egilsstöđum og Tónlistarskólanum í Fellabć. Miđvikudagskvöldiđ 12. september var kvöldskemmtun í Valaskjálf ţar sem ţrír nemendur úr hvorum skóla komu fram og tóku forsetinn og forsetafrú ásamt öđrum gestum flutningnum afar vel. Í hádeginu ţann 13. september sungu svo nokkrar stúlkur úr stúlknakórnum Liljunum fyrir forsetahjónin í Egilsstađaskóla. Ţađ var afar ánćgjulegt ađ fá ţessa heimsókn hingađ á Hérađ og vitaskuld mikill heiđur fyrir nemendur okkar ađ fá ađ koma fram viđ ţetta hátíđlega tilefni.


Svćđi

Tónlistarskólinn á Egilsstöđum

Tjarnarlönd 11, 700 Egilsstađir / Sími: 470 0570 / Netfang: tonlistarskoli.egilsstadir@mulathing.is
Skólastjóri: Sóley Ţrastardóttir (soley.thrastardottir@mulathing.is)