Heimsókn til skólans frá Skotlandi

Heimsókn til skólans frá Skotlandi
Katherine Wren

Skoski víóluleikarinn Katherine Wren heimsótti Tónlistarskólann í september. Hún er víóluleikari viđ Royal Scottish National Orchestra og er jafnframt međlimur í samtímatónlistarhóp ţeirrar hljómsveitar, RSNO Alchemy. Sex af strengjanemendum skólans nutu kennslu Katherine, sem fór fram međ masterclass sniđi. Katherine vann síđan einnig međ nemendunum á hljómsveitarćfingu daginn eftir. Hún hafđi ţađ ađ segja um nemendur skólans ađ ţeir hafi tekiđ mjög vel á móti henni, lagt hart ađ sér í tímanum og sýnt hverju öđru mikinn stuđning. Katherine segir ađ ţađ var mjög gott ađ koma til Egilsstađa og ađ hún vildi gjarnan heimsćkja okkur aftur.
Katherine ferđast um ţessar mundir víđa međ verkefniđ sitt, Nordic Viola, sem felur í sér tónleika á ýmsum eyjum í norđanverđu Atlantshafi. Hún fór til Fćreyja og kom til Íslands í september, verđur á Shetlandseyjum í nóvember og síđan í Nuuk á Grćnlandi í febrúar. Charles Ross, einn af kennurunum okkar hér í skólanum, hafđi veg og vanda af ađ skipuleggja heimsóknina. Hann lék einmitt međ Katherine á tónleikum í Bláu Kirkjunni á Seyđisfirđi í september, ţar sem ţau spiluđu tónlist eftir skosk, fćreysk, íslensk og dönsk tónskáld, ţar á međal sín eigin verk, og spunnu tónlist byggđa á stefjum Inúíta. 


Svćđi

Tónlistarskólinn á Egilsstöđum

Tjarnarlönd 11, 700 Egilsstađir / Sími: 470 0570 / Netfang: tonlistarskoli.egilsstadir@mulathing.is
Skólastjóri: Sóley Ţrastardóttir (soley.thrastardottir@mulathing.is)