Íslenska einsöngslagiđ

Fimmtudaginn 1. desember voru haldnir söngtónleikar í Egilsstađakirkju undri yfirskriftinni „Íslenska einsöngslagiđ“. Ţetta voru tónleikar númer tvö í tónleikaröđinni „Ljóđahátíđ“ sem eru á vegum Austuróps og eru helgađir ljóđasöngvum en, seinni tveir tónleikarnir verđa haldir á vormisseri 2023. Ţađ átti vel viđ ađ halda ţessa tónleika á fullveldisdaginn 1. desember, sem er einnig dagur íslenskrar tónlistar. Flytjendur á tónleikunum voru núverandi og fyrrum nemendur Tónlistarskólans á Egilsstöđum og Tónlistarskólans í Fellabć, en viđ báđa skólana eru öflugar söngdeildir. Söngvurunum sjö til halds og trausts voru píanóleikararnir Anda Steina og Sándor Kerekes. Fluttar voru sígildar sönglagaperlur en einnig nýrri verk og nokkur ţeirra viđ ljóđ eftir Ţórarinn Eldjárn og vöktu ţau mikla kátínu međal tónleikagesta, eins og viđ mátti búast. Flytjendum var vel fagnađ í lokin og hver veit nema ţetta verđi árlegur viđburđur ţví af nógu er ađ taka í íslensku sönglagasafni.


Svćđi

Tónlistarskólinn á Egilsstöđum

Tjarnarlönd 11, 700 Egilsstađir / Sími: 470 0570 / Netfang: tonlistarskoli.egilsstadir@mulathing.is
Skólastjóri: Sóley Ţrastardóttir (soley.thrastardottir@mulathing.is)