Jólalög í Frístund

Einn af fjölmörgum viđburđum desembermánađar hjá Tónlistarskólanum var ađ halda tónleika fyrir nemendur í Frístund Egilsstađaskóla. Venjulega hafa nemendur og kennarar heimsótt Frístund niđur á yngsta stigs svćđiđ, en ţetta áriđ snerum viđ dćminu viđ og fengum nemendurna í heimsókn til okkar í tónmenntastofuna. Á tónleikunum komu fram nemendur í forskóla og söngnemendur og fluttu ţeir ýmis jólalög, bćđi hefđbundin eldri lög svo og nýrri og poppađri lög. Ţađ mátti meira ađ segja heyra lag sem var samiđ af fyrrum nemendum skólans. Ţađ var virkilega gaman ađ fá nemendurna úr Frístund í heimsókn og viđ ţökkum ţeim kćrlega fyrir komuna! 


Svćđi

Tónlistarskólinn á Egilsstöđum

Tjarnarlönd 11, 700 Egilsstađir / Sími: 470 0570 / Netfang: tonlistarskoli.egilsstadir@mulathing.is
Skólastjóri: Sóley Ţrastardóttir (soley.thrastardottir@mulathing.is)