Flýtilyklar
Jólaskemmtun Egilsstađaskóla
Egilsstađaskóli hélt sína árlegu jólaskemmtun fyrir nemendur í 1.-6. bekk föstudaginn 19. desember. Sjötti bekkur sýndi af ţessu tilefni jólasýningu, ţar sem nemendur og kennarar Tónlistarskólans spiluđu undir söngnum. Síđan var haldiđ jólaball ţar sem nemendur dönsuđu í kringum jólatréđ og hin stórkostlega ballhljómsveit Kennarabandiđ spilađi undir međan Hlín Pétursdóttir Behrens söngkennari leiddi sönginn. Kennarabandiđ samanstóđ ađ ţessu sinni af átta tónlistarkennurum sem spiluđu á fjölbreytt úrval hljóđfćra. Ţađ er óhćtt ađ segja ađ stemningin hafi veriđ frábćr og erfitt ađ segja hverjir skemmtu sér betur, kennararnir eđa krakkarnir. Allavega voru ansi margir komnir í frábćrt jólaskap eftir ţetta ball!