Jólatónleikar Tónlistarskólans á Egilsstöđum

Jólatónleikar Tónlistarskólans á Egilsstöđum
Ţađ var stuđ á leikskólanum

Föstudaginn 19. desember hélt Tónlistarskólinn jólatónleika sína og voru ţeir haldnir í Egilsstađakirkju sem endranćr.

Fyrirhugađ var ađ halda ţrenna tónleika, tvenna á Egilsstöđum og eina á Hallormsstađ, en vegna verkfalls var ákveđiđ ađ halda einungis eina tónleika og á tímabili var útlit fyrir ađ engir tónleikar yrđu haldnir.

Tónleikarnir voru í lengri kantinum enda margir nemendur orđnir langţyrstir eftir ađ spila á tónleikum en ţó ţeir hafi stađiđ yfir í eina og hálfa klukkustund var ekki ţreytumerki ađ sjá á nokkrum manni, síst af öllu ţeim yngstu og stóđu nemendur sig međ stakri prýđi.

Eins og gefur ađ skilja var ekki mögulegt ađ koma öllum nemendum skólans fyrir á einum tónleikum og ţess í stađ reyndum viđ ađ gefa ţeim sem ekki spiluđu á jólatónleikunum, kost á ađ koma fram annars stađar. Til ađ mynda fórum viđ í heimsókn á sjúkrahúsiđ á ţriđjudeginum 16. desember, leikskólann 17. desember og spiluđum í Nettó 18. desember. Ţá fór einnig blásarasveitin og spilađi tvö lög fyrir framan Nettó um kvöldiđ í talsverđu frosti en stilltu og góđu veđri og ţótti hafa sýnt mikiđ hugrekki međ ţví ađ leggja varir ađ köldum hlóđfćrum viđ ţćr ađstćđur. Reyndar var fariđ inn í verslunina eftir tvö lög og prógrammiđ klárađ ţar.

 

Skólastjóri og kennarar óska nemendum og foreldrum gleđilegra jóla međ ţökk fyrir önnina sem er ađ líđa ţó hún hafi veriđ styttri en viđ óskuđum okkur. Sjáumst bara tvíefld eftir áramótin.


Svćđi

Tónlistarskólinn á Egilsstöđum

Tjarnarlönd 11, 700 Egilsstađir / Sími: 470 0570 / Netfang: tonlistarskoli.egilsstadir@mulathing.is
Skólastjóri: Sóley Ţrastardóttir (soley.thrastardottir@mulathing.is)