Leikfélag Fljótsdalshérađs 50 ára

Leikfélag Fljótsdalshérađs 50 ára
Dvergarnir úr Skilabođaskjóđunni ásamt hljómsveit

Um helgina var blásiđ til mikillar tónlistarveislu í Valaskjálf til ţess ađ fagna ţví ađ Leikfélag Fljótsdalshérađs er nú 50 ára. Dagskráin var flutt laugardagskvöldiđ 12. nóvember kl. 20:30 og aftur á sunnudeginum kl. 16:00. Nemendur og kennarar Tónlistarskólans tóku virkan ţátt í hátíđahöldunum og fluttu lög úr ţó nokkrum af ţeim leiksýningum sem Leikfélagiđ hefur sett upp í gegn um árin. Nemendur skólans, í góđu samstarfi viđ nemendur í Tónlistarskólanum í Fellabć, fluttu lög úr Kardimommubćnum og Skilabođaskjóđunni. Lúđrasveit Fljótsdalshérađs, sem ćfir í skólanum og sem bćđi nemendur og kennarar skólans eru virkir ţáttakendur í, lék lag úr Fiđlaranum á Ţakinu. Tveir af söngnemendum skólans sungu einnig lag úr Fiđlaranum ásamt núverandi og fyrrverandi kennurum skólans. Stúlknakórinn Liljurnar söng lög úr Galdrakarlinum í Oz, Karíusi og Baktusi og Gullna hliđinu. Kennarar skólans og nemendur komu einnig ađ flutningi á lögum úr My Fair Lady, Túskildingsóperunni, Don Kíkóta, Ég er hćttur! Farinn!, Saumastofunni, Hér Stóđ Bćr og Ţrek og Tár. Ţađ er ţví óhćtt ađ segja ađ Tónlistarskólinn hafi heldur betur látiđ ađ sér kveđa í ţessari stórskemmtilegu afmćlisveislu. Viđ ţökkum Leikfélagi Fljótsdalshérađs fyrir samstarfiđ um ţetta verkefni um leiđ og viđ óskum ţeim innilega til hamingju međ árin 50!


Svćđi

Tónlistarskólinn á Egilsstöđum

Tjarnarlönd 11, 700 Egilsstađir / Sími: 470 0570 / Netfang: tonlistarskoli.egilsstadir@mulathing.is
Skólastjóri: Sóley Ţrastardóttir (soley.thrastardottir@mulathing.is)