Skólabyrjun Tónlistarskólans á Egilsstöđum

Nú er kennsla hafin í Tónlistarskólanum á Egilsstöđum. Fyrsta vikan er liđin og kennslan farin ađ komast í fast form en ţađ tekur oft smá tíma ađ koma vélinni í gang, ţetta er eins og gamall traktor sem ţarf ađ gangsetja varlega og leyfa ađ hitna ađeins áđur en allt er sett á fullt.

Starfiđ í vetur verđur međ svipuđu sniđi og undanfariđ, sömu föstu póstar eru í starfinu, en einnig verđur bryddađ upp á nýjungum eins og alltaf og munu ţćr verđa kynntar jafnóđum.

Smá breytingar hafa orđiđ á starfsmannamálum. Hafţór Máni Valsson kemur aftur til starfa eftir fćđingarorlof og Ragnar Jón Grétarsson lćtur af störfum. Viđ ţökkum Ragga fyrir vel unnin störf og bjóđum Mána velkominn aftur. Ţá mun Öystein Magnús Gjerde hefja störf hjá okkur en hann ćtti ađ vera flestum vel kunnugur enda uppalinn á Fljótsdalshérađi ađ miklu leyti. Ţađ er mikill fengur fyrir hvert byggđarlag ađ fá til baka ţá einstaklinga sem sótt hafa sér menntun út í heim sama á hvađa sviđi ţađ er.

Ţegar nýtt skólaár hefst er ađ mörgu ađ hyggja og međal ţess sem stundum gleymist en er mjög mikilvćgur ţáttur er ađ taka á móti nýjum nemendum. Ţá er átt viđ bćđi nemendur sem eru ađ stíga sín fyrstu skref á skólagöngunni, ţ.e. ađ hefja nám í 1. bekk grunnskóla og eru ađ byrja í Tónlistarskólanum, en einnig eldri nemendum sem hafa ákveđiđ ađ hefja nám í tónlist.

Allir forráđamenn fengu sendan tölvupóst um daginn ţar sem fariđ var yfir ýmis atriđi í ţessu sambandi og langar mig til ađ endurtaka hann hér. Hann er svohljóđandi:

 

"Góđan daginn.

 Ţessi póstur er sendur á alla foreldra/forráđamenn nemdna sem skráđir eru í Tónlistarskólann á Egilsstöđum. Efni hans á ţó ađallega viđ nýja nemendur en getur veriđ gott fyrir ađra ađ lesa ţađ yfir. Ég mun nota orđiđ foreldrar og foreldri en ţađ gildir auđvitađ ţađ sama um ađra forráđamenn

 Ég hef brýnt ţađ fyrir kennurum skólans ađ ţegar nýjir nemendur koma inn ţá skui haft samband viđ foreldra og bjóđa ţeim ađ koma í fyrsta tímann eđa fyrstu tímana međ nemendanum. Tónlistarkennsla er langmest einkakennsla og ţađ getur veriđ svolítiđ stressandi fyrir nemendur ađ hitta kennarann í fyrsta skipti, ţekkja hann kannski ekki einu sinni í sjón.

Kennarinn á ađ útskýra námiđ fyrir foreldrunum og skýra hvernig ţađ fer fram og hverju kennarinn ćtlar ađ reyna ađ ná fram međ kennslunni. Einnig skal útskýrt hvernig heimanámi á ađ vera háttađ og foreldrar eru auđvitađ alltaf hvattir til ađ hvetja nemanda til heimanáms.

Ţátttaka foreldra í tónlistarnámi barnanna er mjög mikil og í raun mikilvćgari en flestir gera sér grein fyrir. Börnum finnst yfirleitt gaman ađ fá hrós frá foreldrum fyrir ţađ sem vel er gert og ef ţau finna ţađ ađ góđur árangur í tónlistarnáminu gerir foreldrana stolta og ţau hrósa barninu, ţá hvetur ţađ ţau til dáđa.

Ţegar námiđ er komiđ af stađ er auđvitađ ekki nauđsynlegt fyrir foreldra ađ mćta í hvern tíma en áfram mikilvćgt ađ vera í sambandi viđ kennarann og fylgjast međ náminu."


Svćđi

Tónlistarskólinn á Egilsstöđum

Tjarnarlönd 11, 700 Egilsstađir / Sími: 470 0570 / Netfang: tonlistarskoli.egilsstadir@mulathing.is
Skólastjóri: Sóley Ţrastardóttir (soley.thrastardottir@mulathing.is)