Söngstund á föstu

Ţađ myndađist mikil hćglćtis- og föstustemmning í Egilsstađakirkju ađ kvöldi dags ţann 24. mars, en ţá sungu nemendur Hlínar Pétursdóttur Behrens úr Tónlistarskólanum á Egilsstöđum og Tónlistarskólanum í Fellabć ýmis lög tengd föstu og páskum. Var ţá bćđi um ađ rćđa sönghópa af ýmsum stćrđum og einsöngvara. Á efnisskrá voru međal annars Passíusálmar Hallgríms Péturssonar í raddsetningu Smára Ólasonar auk annarra kirkjulegra verka. Auk ţess léku tveir píanónemendur úr Tónlistarskólanum á Egilsstöđum rólega píanótónlist fyrir gesti. Flutningur allra var sérlega vandađur og var ţetta afskaplega ljúf stund og gott veganesti inn í nýtt tónleikalaust tímabil sem hófst strax nćsta dag.


Svćđi

Tónlistarskólinn á Egilsstöđum

Tjarnarlönd 11, 700 Egilsstađir / Sími: 470 0570 / Netfang: tonlistarskoli.egilsstadir@mulathing.is
Skólastjóri: Sóley Ţrastardóttir (soley.thrastardottir@mulathing.is)