Tónleikar í Dyngju 19. nóvember

Nemendur Tónlistarskólans héldu tónleika í hjúkrunarheimilinu Dyngju ţriđjudaginn 19. nóvember. Tónleikunum var vel tekiđ af íbúum, sem voru mjög hvetjandi viđ nemendur. Nemendur stóđu sig ađ vanda međ stakri prýđi og voru tónleikarnir fjölbreyttir og skemmtilegir. Á tónleikunum mátti heyra píanóleik, trompetleik, flautuleik, fiđluleik og söng og komu nemendur á öllum aldri og öllum stigum fram. Međal atriđa á efnisskrá voru ţjóđlög, sígild tónverk og meira ađ segja lag úr teiknimynd. Tónlistarskólinn heldur aftur tónleika í Dyngju 17. desember og munu nemendur ţá leggja áherslu á ađ flytja jólatónlist fyrir íbúa og gesti. Viđ ţökkum íbúum og starfsfólki fyrir móttökurnar!


Svćđi

Tónlistarskólinn á Egilsstöđum

Tjarnarlönd 11, 700 Egilsstađir / Sími: 470 0570 / Netfang: tonlistarskoli.egilsstadir@mulathing.is
Skólastjóri: Sóley Ţrastardóttir (soley.thrastardottir@mulathing.is)