Tónsmíđavika

Ţessa vikuna er svokölluđ tónsmíđavika í Tónlistarskólanum. Viđ höfum haft tónsmíđaviku á hverri önn undanfarin tvö ár, leggjum misjafnlega mikiđ upp úr henni en notum samt alltaf einhvern hluta kennslutímans ţessa viku til ađ tala um tónsmíđar viđ nemendur. T.d. hvort ţeir hafi sjálfir (eđa sjálfar) smiđ lög, hvort ţeir ţekki einhver tónskáld, hvernig tónsmíđar verđa til, mismunandi tegundir tónsmíđa og fleira ţví tengt.

Stundum koma tónverk út úr ţessu og stundum ekki. Sumir hafa auđvitađ meiri áhuga en ađrir á ađ búa til sína eigin tónlist og ţađ er bara allt í lagi en viđ viljum međ ţessu ađ minnsta kosti hvetja nemendur til umhugsunar um ađ tónlistin sem ţeir spila er búin til af einhverjum öđrum og hvers vegna skyldu ţá ekki bara allir geta búiđ til tónlist?


Svćđi

Tónlistarskólinn á Egilsstöđum

Tjarnarlönd 11, 700 Egilsstađir / Sími: 470 0570 / Netfang: tonlistarskoli.egilsstadir@mulathing.is
Skólastjóri: Sóley Ţrastardóttir (soley.thrastardottir@mulathing.is)