Flýtilyklar
Úthlutun úr Uppbyggingarsjóði
Mánudaginn 5. desember fór fram hin árlega úthlutun styrkja úr Uppbyggingarsjóði Austurlands í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði og voru mörg spennandi verkefni sem fengu styrki. Tónlistarskólinn er samstarfs- og stuðningsaðili nokkurra af þeim verkefnum sem fengu styrk að þessu sinni og ber þar helst að nefna Sinfóníuhljómsveit Austurlands, Tónlistarstundir og AusturÓp. Við hlökkum mikið til þess að fá að heyra allt það skemmtilega sem kemur út úr þessu. Ína Berglind Guðmundsdóttir, nemandi við Tónlistarskólann á Egilsstöðum og Tónlistarskólann í Fellabæ, söng og spilaði við athöfnina, en hún hefur getið sér gott orð hér á svæðinu fyrir lagasmíðar sínar og flottan tónlistarflutning.